- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Þann 9. desember héldum við okkar yndislega árlega jólaljósadag í upphafi skóladagsins. Allir nemendur fara með friðarkerti upp í hlíðina fyrir ofan skólann og lýsa upp skammdegið. Að venju mætti Birgitta á Möðruvöllum með drónann sinn og afhenti okkur margar fallegar yfirlitsmyndir. Falleg og góð hefð. Eftir að hafa gengið í kringum jólatréð og sungið jólasöngva við undirleik Jóns Þorsteins, fengum við okkur kakó og kringlu í matsalnum. Þá tók við opinn jólaföndurdagur þar sem foreldrar og aðrir aðstandendur voru boðnir sérstaklega velkomnir til samveru í skólanum. Foreldrasamfélag Þelamerkurskóla er einstakt og sást það á gríðarlega góðri mætingu, en nánast öll heimili nemenda áttu fulltrúa á svæðinu. Börn og foreldrar nutu sín vel við jólaföndurgerð eins og sjá má á myndunum sem fylgja. Í lok dags bauðst svo öllum að borða saman dýrindis gúllassúpu. Yndislegur dagur í alla staði og þökkum við gestum hjartanlega fyrir komuna.