- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Jólaljósadagurinn okkar er á morgun. Árlega fara allir nemendur skólans upp í hlíðina ofan við skólann og kveikja þar á útikerti. Ljósin af kertunum lýsa svo upp hlíðina fram eftir degi.
Nemendur leggja af stað um leið og þeir koma í skólann. Skólavinir fylgjast að uppeftir, hjálpast að við að kveikja á kertunum og eru svo samferða niður að skóla aftur. 10. bekkingar fóru uppeftir í dag og bjuggu til slóð í hjarnið og á morgun munu þeir standa meðfram slóðinni með vasaljós til að lýsa upp slóðina.
Þessi dagur er skemmtileg hefð í jólaundirbúningi skólans og allir eru velkomnir að slást í hópinn.