- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Daginn fyrir litlu jólin fóru allir nemendur saman á skauta og skemmtu sér vel við diskóljós og jólatónlist. Eftir að hafa skautað í rúman klukkutíma og fengið sér hressingu, gekk svo hersingin sem leið lá í gegnum innbæinn og inn á ráðhústorg þar sem gengið var í kringum jólatréð og sungið við undirleik Jóns Þorsteins frá tónlistarskóla Eyjafjarðar. Skemmtilegur dagur að venju.