- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Nemendur í 1. bekk fóru upp í skóg að sækja jólatré fyrir skólann með Huldu. Þau komu skælbrosandi til baka og fóru að renna sér á þoturössunum á leikvellinum. Það þarf svo sannarlega ekki bratta brekku til að hafa gaman. Gleðin skein úr hverju andliti og bættist hratt í hópinn þegar aðrir nemendur sáu fjörið og kátínuna. Hér má sjá myndir af stuðinu.