- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Tíminn flýgur á ljóshraða og það sem eftir lifir vikunnar eru jóladagarnir okkar með fjölbreyttu en þó svolítið hefðbundnu sniði. Hér að neðan er yfirlit yfir þessa daga og við hvetjum ykkur til að fara yfir skipulag þeirra með krökkunum, sér í lagi þeim sem finnst gott að vita vel fyrirfram hvað til stendur. Við gerum það að sjálfsögðu líka hér í skólanum.
Miðvikudagur 16. desember. - Jólakósýdagur - laufabrauð og smiðjur
Þennan dag verður ýmislegt í boði. Nemendur skera laufabrauð og fara síðan í allskonar skemmtilegar stöðvar eins og t.d spilastöð, föndurstöð og fl. Heimferð þennan dag er á „venjulegum tíma“ kl. 13.30.
Fimmtudagur 17. desember. ´- Vasaljósaútistöðvabíópoppdagurinn
Þennan dag höfum við venjulega farið á skauta en það var ekki hægt að þessu sinni. Í þess stað verðum við hér í skólanum og reynum að vera eins mikið úti og við mögulega getum. Vonandi verður veðrið okkur hliðhollt. Mikilvægt að tryggja hlý og góð útiföt, og sundföt.
Nemendur verða í útistöðvum frá kl. 9.00 - 11.00. Þessar stöðvar eru útivera í Mörkinni, nemendur fara ratleik, og síðan er bandý og kubb á skólalóðinni. Einnig geta nemendur farið í sund og mun sundlaugin opna kl. 10.15. Eftir hádegismat verður síðan jóla- poppbíó þar sem nemendur horfa á jólamynd og borða popp og drekka sódavatn með, ef þeir vilja.
Heimferð er kl.13.30.
Föstudagur 18. desember. - Litlu jólin. Spariföt
Kl. 8.20 - 8.40 - Heimastofa, fara yfir dagskrá dagsins.
Kl. 8.40 - 9.00 - Morgunmatur
Kl. 9.10 - Brottför í jólastund með Oddi Bjarna á Möðruvöllum. Skólavinir sitja saman, bæði í skólabílum og í kirkjunni.
Kl. 10.10 - Kósýstund og söngur hjá jólatrénu okkar.
Kl. 10.40 -11.15 - Stofujól
Kl. 11.15 - 11.45 - Hátíðarmatur við dekkað borð í matsal.
Kl. 12.00 - Heimferð og nemendur komnir í jólafrí.