Kelikompan á Stíl, hönnunarkeppni

Félagsmiðstöðin Kelikompan sendi fulltrúa á Stíl hönnunarkeppni. Þetta er í fyrsta skipti frá upphafi keppninnar sem við eigum fulltrúa þar og eiga þær Efemía Birna Björnsdóttir og Kaja Líf Wilkinson Jónsdóttir risastórt hrós skilið fyrir að taka af skarið. 

Keppnin er haldin árlega á vegum Samfés og keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema. Þemað í ár var sjóræningjar karabíska hafsins. Þær unnu algjörlega sjálfstætt að verkefninu, útbjuggu portfolio, sinntu hönnunarvinnu og allri framkvæmd, þær unnu mest að verkefninu í valtímum hjá Jónínu sem var þeim innan handar við vinnuna. Þær stóðu sig feikivel, sýndu sköpunarkraft, þrautseigju og vinnusemi sem skilaði árangri sem þær mega vera stoltar af.