Komin í Skólabúðirnar á Reykjum

Sigrún Edda og Arna
Sigrún Edda og Arna

Þessa vikuna eru 6. og 7. bekkur í Skólabúðunum að Reykjum í Hrútafirði. Jónína Sverris og Ingileif fóru með nemendum. 

Hópurinn lagði af stað frá Þelamörk um klukkan 9:00 í morgun. Þegar að Reykjum var komið var hádegismatur og síðan frjáls tími í íþróttasal og á heimavistinni. 

Um klukkan 14:00 komu svo krakkarnir frá Vestmannaeyjum en þeir verða með okkar krökkum á Reykjum þessa vikuna. Þegar þeir voru búnir að koma sér fyrir tók hefðbundin dagskrá við. En í henni er krökkunum skipt uppí þrjá hópa sem fá mismunandi verkefni að fást við. Í dag fór einn hópurinn í stöðvavinnu, annar í náttúrufræði og sá þriðji í íþróttasalinn. Í þessum tímum eru nemendur í umsjón kennaranna í Skólabúðunum. 

Í kvöld tekur svo við kvöldvaka í umsjón skólabúðarstarfsmanna og svo frjáls tími nemenda. Á morgun hefst dagskráin aftur með morgunmat og hópastarfi.

Í dag kom í ljós að á fimmtudaginn kemur sjónvarpið í heimsókn til að gera þátt um skólabúðirnar. Þátturinn verður sýndur í Landanum og voru kennararnir beðnir um láta foreldra vita um upptökuna og ef þeir hafa á móti því börn þeirra verði í sjónvarpsþættinum eru þeir beðnir um að láta Jónínu og Ingileif vita. 

Allir nemendur eru spenntir, glaðir og prúðir.

Hægt er að fylgjast með dvölinni á Twitter. Þelamerkurskóli heitir þar @thelamork