Komust áfram!

Ánægður hópur að lokinni keppni og úrslitin ljós
Ánægður hópur að lokinni keppni og úrslitin ljós

Í gærkvöldi var söngvakeppnin NorðurOrg á Húsavík en hún er undankeppnin hérna fyrir norðan fyrir söngvakeppni Samfés sem fer fram í Reykjavík í mars. Fyrir hönd Þelamerkurskóla söng Kolbrún Birna Bergvinsdóttir lagið Halo sem þekkt er í flutningi söngkonunnar Beyonce. Eyrún Lilja Aradóttir og Ingunn Birna Árnadóttir sáu um bakraddir. Agnar Páll Þórsson lék undir á gítar, Ágúst Þór Þrastarson spilaði á píanó og Baldur Logi Jónsson sá um bassaleik. 

Það voru 17 atriði víðs vegar af Norðurlandi sem tóku þátt í NorðurOrgi og fimm þeirra komust áfram, þar á meðal framlag Þelamerkurskóla. Það þýðir að hópurinn mun taka þátt í Söngvakeppni Samfés í Reykjavík í mars. 

Til hamingju krakkar og takk fyrir framlag ykkar.