- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Þann 2. mars var haldið kóramót í Glerárkirkju fyrir barnakóra í Eyjafirð. Þangað streymdu um 200 börn frá Grenivíkurskóla, Valsárskóla, Giljaskóla, Þelamerkurskóla, Hrafnagilsskóla, Lundaskóla, Akureyrarkirkju og Glerárkirkju.
Börnunum var skipt niður í þrjá hópa og lærði hver og einn hópur tvö lög. Allur hópurinn söng síðan tvö lög saman. Boðið var uppá pizza í hádeginu við mikinn fögnuð barnanna eftir það var generalprufa. Að lokum voru öll lögin flutt fyrir sneisafullum sal aðstandenda. Þegar börnin sungu lokalagið Ég á líf fullum hálsi og af innlifun mátti greina tár á hvörmum sumra foreldra. Það segir allt sem segja þarf um flutning lagsins og frammistöðu barnanna.
Upptaka af flutningnum var birt opinberlega á Facebook um helgina. Hún er birt af Vilhjálmi Kristjánssyni föður barns sem ekki er í Barnakór Þelamerkurskóla. Með góðfúslegu leyfi hans er myndbandið birt á heimasíðu Þelamerkurskóla.
Mótið gekk mjög vel og voru öll börnin til fyrirmyndar og skemmtu sér konunglega.