Kynning á Afríku

Í gær fengu nemendur í 5. og 6. bekk áhugaverða og skemmtilega fræðslu frá bekkjarsystur sinni, Tamöru Akinyi. Hún ræddi um heimkynni sín í Kenyaí Afríku en þar fæddist hún og ólst upp til 8 ára aldurs. Tamara og fjölskylda hennar hafa búið í 2 ár á Íslandi en hún og bróðir hennar hafa verið hér hjá okkur í Þelamerkurskóla síðan á haustönn.

Samnemendur Tamöru voru mjög áhugasamir um Afríku og kom margt í fyrirlestrinum þeim á óvart , til dæmis húsin, sundlaugarnar, bílarnir, tölvurnar, já, það eru nefnilega til tölvur í Afríku!

Í dag hélt Tamara sama fyrirlestur hjá 1. og 2. bekk. 

Hér getur þú skoðað glærurnar sem Tamara notaði í erindi sínu.