- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Rauði krossinn á Íslandi fagnar 90 ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni hefur verið blásið til sóknar í kynningu á skyndihjálp, einu elsta og mikilvægasta verkefni félagsins. Á afmælisárinu hefur verið útbúið ýmis konar fræðsluefni sem þjóðin fær að gjöf frá félaginu í þeim tilgangi að efla kunnáttu landsmanna í skyndihjálp og bjarga þannig mannslífum.
Eitt stærsta verkefni ársins er að bjóða öllum nemendum í grunnskólum landsins upp á stutta skyndihjálparkynningu þar sem farið verður í hvernig beita má endurlífgun, losa aðskotahluti úr öndurvegi, stöðva blæðingu og kæla bruna.
Kynningin fer fram í Þelamerkurskóla fimmtudaginn 26. febrúar n.k. á eftirfarandi tímum:
1.-4. bekkur kl. 9:30 (stofu 8)
8.-10. bekkur kl. 10:15 (í stofu 4)
5.-7. bekkur kl. 11:15 (í stofu 1)