Lausar stöður matráðs og stuðningsfulltrúa

Í Þelamerkurskóla eru 74 nemendur og  fer skólinn hratt stækkandi. Starfað er með markvissum hætti í anda skóla fyrir alla og lögð rík áhersla á að búa öllum nemendum aðstæður til náms við hæfi hvers og eins, nokkuð sem krefst sveigjanleika og skapandi hugsunar hjá öllu starfsfólki. Einkunnarorð skólans eru þroski, menntun og samkennd. Í skólanum er starfað eftir hugmyndafræði Jákvæðs aga og Byrjendalæsis. Skólinn er  heilsueflandi skóli og Grænfánaskóli, auk þess sem áhersla er lögð á rafræna kennsluhætti, útikennslu, teymisvinnu og skapandi starf.

Matráður í fullt starf

Matráður hefur yfirumsjón með eldhúsi skólans sem sér um máltíðir fyrir nemendur og starfsfólk. Næsti yfirmaður er skólastjóri.

Helstu verkefni

  • Umsjón með mötuneyti skólans í samráði við skólastjórnendur.

  • Umsjón með innkaupum og gerð matseðla.

  • Dagleg matargerð sem tekur mið af viðmiðum embættis landlæknis um heilsueflandi skóla.

  • Stuðla að velferð nemenda í góðu samstarfi við starfsfólk skólans.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Íslenskukunnátta.

  • Nám í matartækni og/eða matreiðslu er mikill kostur.

  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi.

  • Lipurð í samskiptum við börn og fullorðna og sveigjanleiki í starfi.

  • Metnaður, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.

  • Stundvísi og áreiðanleiki er skilyrði.

 

Stuðningsfulltrúi í fullt starf

Stuðningsfulltrúi starfar í teymi með kennurum og undir þeirra verkstjórn. Næsti yfirmaður er skólastjóri.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Aðstoða nemendur við daglegar athafnir og virka þátttöku í skólastarfi.

  • Vinna í teymi með kennurum og út frá áætlunum sem þeir hafa útbúið.

  • Styðja við styrkleika og hæfileika nemenda og aðstoða þá varðandi félagsleg samskipti, hegðun og umgengni.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Gott vald á íslensku.

  • Uppeldismenntun sem nýtist í starfi.

  • Reynsla og ánægja af starfi með börnum á leik- og/eða grunnskólaaldri.

  • Hæfni í samskiptum við börn og fullorðna, frumkvæði og framtakssemi.

  • Ábyrgðarkennd og skipulagshæfni.

  • Sveigjanleiki og jákvæðni gagnvart fjölbreytileika í skólastarfi.

Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2022. Umsóknarfrestur er t.o.m. 25. maí 2022. Ferilskrá og umsókn skal senda á netfang skólastjóra ragnheidurlilja@thelamork.is  Upplýsingar um Þelamerkurskóla er að finna á heimasíðu skólans, https://www.thelamork.is/  Frekari upplýsingar veitir Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir, skólastjóri, ragnheidurlilja@thelamork.is og í síma 460-1770/866-4085.