- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Um leið og við sendum öllum óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár minnum við á að lesturinn er ekki kominn í leyfi. Lestrarfimi er færni sem alltaf þarf að æfa, ekki bara þegar það er kennt samkvæmt stundaskrá í skólanum heldur líka og þá allra helst þegar ekki er skóli. Þá er einmitt hægt að nota lestur sem skemmtilega dægradvöl sem börnin búa að til framtíðar.
Landssamtök foreldra Heimili og skóli hafa einmitt útbúið lestrarbingó sem geta gert lesturinn skemmtilegan í skólaleyfinu. Það er auðvelt að nálgast það með því að smella hérna og prenta út lestrarbingóið fyrir jólaleyfið. Gangi ykkur vel og gleðileg lestrarjól.