- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Eftir að hafa komist áfram í undankeppni Fiðrings í síðustu viku, slógu þær Juliane Liv, Kaja Líf, Lára Rún og Ester Katrín í gegn á sviðinu í Hofi í gær, á sjálfu úrslitakvöldi hæfileikakeppninnar, fyrir fullum sal af áhorfendum. Lilja Lind sá um tæknimálin fyrir hópinn og Margrét Sverrisdóttir leikkona var stelpunum til halds og traust í hugmynda, hönnunar og æfingaferlinu. Frammistaða hópsins var stórkostleg og óskum við þeim hjartanlega til hamingju með árangurinn. Stelpurnar sömdu atriði sitt sjálfar frá grunni og tókust þær af krafti á við mikilvæg málefni kynjafræðinnar.