Líf og fjör í landafræði

Suður –Ameríka á hug 9. og 10. bekkinga þessa dagana, enda margt spennandi sem sú heimsálfa býður upp á.Sigrún kennaranemi hefur séð um samfélagsfræðikennsluna síðustu vikurnar og hafa nemendur verið mjög áhugasamir. Miklar og skemmtilegar umræður hafa skapast og allir nemendur taka virkan þátt.

Í síðustu viku var efnt til spurningakeppni, námshópnum var skipt í tvö lið. Ljósrit úr kennslubókinni hékk á vegg í enda stofunnar og höfðu nemendur því kost á að leita svaranna í textanum, þar að segja ef þeir vissu ekki svarið áður. Keppnin var æsispennandi enda ekki við öðru að búast hjá þessum kraftmikla hóp.