Lífið eftir árshátíð

Í næstu viku má reikna með sjóræningjum á ferðinni
Í næstu viku má reikna með sjóræningjum á ferðinni

Næsta vika er ekki venjuleg skólavika. Á mánudaginn er bolludagur og þá fá nemendur rjómabollu í eftirrétt í hádeginu. 

Á sprengidag er svo öskudagshátíð skólans. Þann dag mæta nemendur á venjulegum tíma í skólann en heimferð er kl. 14:45. Nemendur mæta þennan dag í öskudagsbúningi og geta fengið málun í hádeginu. Eftir hádegið er svo öskudagsskemmtun þar sem liðin geta sungið öskudagssögnvana sína. Því næst er öskudagsballið og hefðbundin marsering skólavina. Allir sem mæta í búningi fá verðlaun.

Á öskudag er skipulagsdagur starfsfólks. Þá eru nemendur í fríi. 

Fimmtudaginn 14. febrúar og föstudaginn 15. febrúar er vetrarleyfi í skólanum.