Lífshlaupið 2025

Nemendur í 5. og 6. bekk ásamt Ágústi umsjónarkennara með verðlaunagripinn sem við fengum sem var ál…
Nemendur í 5. og 6. bekk ásamt Ágústi umsjónarkennara með verðlaunagripinn sem við fengum sem var áletraður, glæsilegur silfurplatti.

Lífshlaupið átti sér stað í febrúar og gerðu nemendur sér lítið fyrir og lentu í 2. sæti í grunnskólakeppninni á meðal skóla sem eru með 90-299 nemendur. Það er einu sæti ofar en í fyrra og því vitum við öll hvert við stefnum á næsta ári!
Nemendur skráðu alla sína hreyfingu í tvær vikur og var metnaðurinn virkilega mikill meðal flestra nemenda. Hreyfing þurfti að vera að lágmarki 60 mínútur á dag svo það myndi telja. Við erum virkilega stolt af þessum flotta nemendahóp og hlökkum til næsta árs.

 Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta.