- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Á bekkjarfundi og lífsleikni í dag tókum við umræðu um mannréttindi og unnum verkefni því tengdu. Nemendur áttu að ímynda sér að þeir væru landnemar í nýju landi þar sem engin lög eða reglur eru til. Þau þurftu að teikna eyjuna, gefa henni nafn og ákveða hvaða réttindi fólkið á eyjunni átti að hafa. Upp spunnust því umræður um hvað væru mikilvæg réttindi og hvað ekki, eins var gaman að velta hugtakinu mannréttindi fyrir sér.