- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Á litlu jólunum í Þelamerkurskóla er haldið í fallegar hefðir og er dagurinn einstaklega hugljúfur og skemmtilegur. Þrátt fyrir svolítil ófærðarævintýri á leið í skólann hjá hluta nemendanna áttum við fallegan dag með góðri og gefandi samveru. Dagurinn hófst á tónleikum gítarnemenda skólans ásamt atriði frá Marimba sveitinni okkar fínu. Við fengum að heyra frásagnir af jólahefðum í Þýskalandi og á Filippseyjum auk þess sem afhent voru verðlaun fyrir hugmyndasamkeppnina um uppbyggingu á námusvæðinu norðan við skólann. Samkvæmt venju héldum við því næst í Möðruvallakirkju þar sem við áttum fallega stund með upplestri, hljóðfæraleik og undurfögrum kórsöng frá nemendum okkar. Skólinn er verulega ríkur af hæfileikamiklum krökkum. Eftir að heim var komið voru haldin stofujól og svo snæddum við saman hátíðisverð við dekkað langborð áður en slegið var upp jólaballi þar sem góðir rauðklæddir herramenn heimsóttu okkur og við enduðum að sjálfsögðu á marseringu að hætti skólans. Takk fyrir frábæran dag!