- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Litlu jólin í Þelamerkurskóla voru haldin hátíðleg í hríðarbyl þann 20. desember. Allt gekk vel þrátt fyrir að veturinn minnti á sig og saman áttum við notalega stund bæði í skólanum og í Möðruvallakirkju. Nemendur lásu, sungu og spiluðu á hljóðfæri og eftir stofujól hjá umsjónarkennurum var nemendum þjónað til borðs er þau snæddu hátíðarmat í matsalnum. Dagurinn endaði á jólaballi þar sem tveir synir Grýlu bönkuðu óvænt uppá við mikinn fögnuð barnanna, sem sungu hástöfum með þeim við undirleik Guðlaugs Viktorssonar. Ljúfur og fallegur dagur að venju.