Litlu jólin á morgun

Á litlu jólunum koma nemendur í skólann á venjulegum tíma og byrja daginn á því að hitta umsjónarkennara sinn í heimastofu. Eftir það halda þeir í morgunmat og síðan út í rúturnar aftur sem flytja okkur öll í kirkjuferð að Möðruvöllum. Þar verður samvera til rúmlega 10:00. Í kirkjuferðinni sitja skólavinirnir saman. 

Eftir kirkjuferðina höldum við aftur heim að skóla þar sem við tekur dagskrá á sal skólans. Á henni lesa nemendur 5. og 6. bekkjur upp sögu og síðan eru hefðbundin stofujól. Að þeim loknum er hátíðarmatur í matsalnum og eftir það tekur við jólaball með heimsókn jólasveina og marseringu. 

Rúturnar fara heim kl. 13:30. 

Hér eru myndir sem teknar voru á litlu jólunum.