Litlu-jólin mánudaginn 17. desember

Jólin koma
Jólin koma

Litlu jólin verða síðan haldin hátíðleg í skólanum mánudaginn 17. desember og verður skipulag þeirra með eftirfarandi hætti.

Nemendur mæta í skólann á venjulegum tíma og byrja á því að borða morgunmat. Klukkan 9:00 verður síðan lagt af stað í messu á Möðruvöllum þar sem séra Hulda Hrönn sóknarprestur tekur á móti okkur. Að messu lokinni eða um kl. 10.15 förum við aftur í skólann og nemendur koma á sal þar sem við ætlum að syngja nokkur jólalög. Síðan ætla nemendur í 5. og 6. bekk að lesa fyrir okkur söguna um hana Grýlu. Klukkan 10:50 hefjast hefðbundin stofujól.  Klukkan 11:30 hefst síðan borðhald þar sem nemendur og starfsmenn skólans borða saman jólamat og kl.12.15 byrjar jólatrésskemmtun á sal. Þá verður dansað kringum jólatréð og sungin jólalög. Vonandi sjá einhverjir jólasveinar sér fært að mæta. Jólaballinu lýkur síðan kl 13:30 og nemendur fara glaðir heim í jólafrí.

Starfsdagar verða í skólanum miðvikudaginn 2. janúar og fimmtudaginn 3. janúar. Foreldra- og nemendaviðtalsdagur vegna námsmats haustannar verður föstudaginn 4. janúar. Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu mánudaginn 7. janúar 2012.