Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Hlíðarbæ fimmtudaginn 13. mars. Keppendur komu úr Þelamerkurskóla, Valsárskóla, Grenívíkurskóla og Hrafnagilsskóla. Keppnin er árviss viðburður og hefst undirbúningur undir hana í hverjum skóla fyrir sig á Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Upplesarar frá Þelamerkurskóla voru Kara Hildur Axelsdóttir og Kristín Ellý Sigmarsdóttir. Skáld Stóru upplestrarkeppninnar voru að þessu sinni tvö. Það eru Þorgrímur Þráinsson og Erla, sem var skáldanafn Guðfinnu Þorsteinsdóttur frá Skjögrastöðum í Skógum á Fljótsdalshéraði.  Dómarar keppninnar voru Ingibjörg Einarsdóttir frá Röddum. Með henni sátu í dómnefndinni Bryndís Sóley Gunnarsdóttir frá Búðarnesi og Áslaug Ólöf Stefánsdóttir frá Myrká. Báðir keppendur Þelamerkurskóla stóðu sig afskaplega vel og voru skólanum til sóma. Kristín Ellý fékk þriðju verðlaun í keppninni. Sigurvegarinn í ár var Kristján Bjarki Gautason Grenivíkurskóla.

Hér eru myndir sem teknar voru á hátíðinni.