Lokahátíð útiskóla

Í síðustu heilu viku skólaársins var haldin lokahátíð útiskólans þar sem allir nemendur skólans nutu samveru í Mörkinni okkar við varðeld og frjálsan leik. Á varðeldinum grilluðu þau snúningsbrauð, banana með súkkulaði og að sjálfsögðu sykurpúða, enda um lokahátíð að ræða. Yndisleg samverustund nemenda og starfsfólks.

Myndir