- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Heimili og skóli, SAFT og Samtaka halda málþing um snjalltækjanotkun barna og ungmenna í Hofi á næsta fimmtudagskvöld kl. 20:00-21:30.
Dagskráin er eftirfarandi:
Ég þarf bara að safna hundrað vinum til þess að verða frægur - Björn Rúnar Egilsson og Sólveig Karlsdóttir, verkefnisstjórar hjá Heimili og skóla og SAFT.
Hún var bara þessi stelpa - Inga Vala Jónsdóttir, foreldri
Ungmenni og foreldrar í rafræna frumskóginum - Hafþór Freyr Líndal, Ungmennaráði SAFT
Umræður og fyrirspurnir úr sal, fyrirlesarar ásamt Unu Margréti Stefánsdóttur og Sigurði Má Steinþórssyni nemum úr Menntaskólanum á Akureyri sitja fyrir svörum.
Fundarstjóri: Guðjón H. Hauksson
Við hvetjum foreldra og forráðamenn nemenda okkar til að nýta sér þetta tækifæri til að fræðast um þetta málefni.