Mannabreytingar framundan

Í stöðu stuðningsfulltrúa var ráðin Gerður Ósk jógakennari. Hún mun samt halda áfram að kenna jóga á miðvikudögum. Verkefni Gerðar verður að vera nemendum til stuðnings inni i kennslustundum í nánast öllum aldurshópum. Í stöðu sérkennara næsta vetur var ráðin Margrét Magnúsdóttir. Hún hefur síðustu 20 ár starfað við Borgarhólsskóla, bæði sem umsjónarkennari og sem umsjónarkennari. Hún tekur við starfi Jónínu Garðarsdóttur á ágúst en Jónína fer í eins árs námsleyfi á næsta skólaári. 

Frá og með 18. apríl minnkar Berglind við sig vinnu. Hún hefur að mestu kennt hefur 7. og 8. bekk og við hennar tímum í þeim námshópi taka Þráinn Sigvaldason og Íris Berglind. Þráinn hefur starfað sem stuðningsfulltrúi inni í 1. og 2. bekk og Íris hefur kennt á unglingastiginu í vetur. Þrátt fyrir þessa viðbót halda þau áfram fyrri störfum sínum í skólanum.