- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Fíni matjurtargarðurinn okkar sem útbúinn var sl. vor er sannarlega að skila af sér. Í dag fóru nemendur 3. og 4. bekkjar út að taka upp kartöflur og eftir að hafa unnið eins og berserkir þar til búið að var að fínkemba kartöflugarðinn, fengu allir að taka upp eina gulrót á mann auk þess sem við sóttum okkur rófur og hnúðkál til að gæða okkur á í ávaxtastundinni. 1. og 2. bekkur höfðu fyrr í mánuðinum farið út og tekið upp nokkur kíló af kartöflum fyrir Óla kokk auk þess sem fleiri nemendur hafa sótt í soðið með sínum kennurum.