Menntabúðir um upplýsingatækni

Þelamerkurskóli, Brekkuskóli, Dalvíkurskóli og Hrafnagilsskóli standa í vetur fyrir menntabúðum um upplýsingatækni í skólastarfi. Þær fyrstu voru í Hrafnagilsskóla í september og þær næstu verða í Dalvíkurskóla 20. október kl. 16:00-17:30 og þar verður fjallað um upplýsingatækni á miðstigi. 

Markmið menntabúðanna í vetur er að gefa kennurum kost á að miðla reynslu sinni af notkun upplýsingatækni og læra hver af öðrum. Kennarar eru hvattir til að segja frá reynslu sinni og deila góðum hugmyndum. Hérna er hægt að skoða auglýsingu menntabúðanna. Og hérna er hægt að skrá sig á menntabúðirnar. Allir sem hafa áhuga á málefninu eru velkomnir.