Mig eða mér klígjar?

Í tilefni Dags íslenskrar tungu sem haldinn var hátíðlegur í gær fóru nemendur í 8.-10. bekk í spurningakeppni um íslenskt mál í dag. Fyrsta verkefni liðanna var að finna íslenskt nafn á líðið. Það þótti nokkuð erfitt þar sem flestir vildu láta liðin heita Team - eitthvað. 

Keppnin var æsispennandi og drógu nemendur ekkert af sér. 

Ef þú vilt reyna við spurningarnar þá eru hér nokkrar:

  1. Hvort á að segja mér eða mig klígjar?
  2. Hvernig beygist kvenmannsnafnið Björk?
  3. Hvernig er orðið markaðurinn í þágufalli?
  4. Er til íslenskt orð yfir email?
  5. Á að segja 1,6 milljón eða 1,6 milljónir?
  6. Er hægt að segja að einhver sé grátmildur, sbr. hláturmildur?
  7. Hvort á að skrifa fjöldann allann eða fjöldann allan?
  8. Hvernig beygist kvenmannsnafnið Sif?