Möguleg röskun á skólaakstri miðvikudag og fimmtudag

Veðrið heldur áfram að stríða okkur en á morgun, miðvikudag, er spáð gulri og appelsínugulri viðvörun vegna hvassviðris og rigningar. Appelsínugul viðvörun tekur gildi kl. 15 á morgun og stendur til kl. 17 á fimmtudag. Ef veðurspá helst óbreytt má gera ráð fyrir að heimferð skólabíla verði flýtt á morgun, miðvikudag, svo allir skólabílar hafi lokið akstri áður en appelsínugul viðvörun tekur gildi. Ákvörðun um það verður tekin í fyrramálið þegar ný veðurspá liggur fyrir.

Fimmtudagurinn lítur heldur ekki vel út og ef spár ganga eftir mega skólabílar ekki keyra þann dag og lítið sem ekkert ferðaveður á svæðinu, hviður eiga að fara yfir 40 m/s. Skólinn verður opinn en foreldrar meta sjálf hvort æskilegt sé að keyra börnum í skólann við þessar veðuraðstæður. Ef skólaakstur fellur alveg niður á fimmtudaginn þá óskum við eftir því að foreldrar láti skólann vita ef börnin koma ekki í skólann. 

Athygli er vakin á því að skólasvæði Þelamerkurskóla er víðfeðmt og geta skapast ólíkar veðuraðstæður á svæðinu. Það er því ávallt mat foreldra hvort veðuraðstæður séu þess eðlis að ekki sé talið æskilegt að senda barn í skólann. 

Due to bad weather forecast tomorrow, Wednesday, it is likely that school buses will depart from school earlier than scheduled, probably around 13:00. Further information will be sent out tomorrow morning. According to the Icelandic Met Office an orange weather alert will be active from Wednesday at 3pm until 5 pm on Thursday. That means that school buses won’t be allowed to drive on Thursday. However the school will be open if parents want to drive their children to school. We kindly ask that you inform the school if your child will not attend school due to weather.