- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Skólakór Þelamerkurskóla syngur á samkomu eldri borgara sem haldin verður laugardaginn 27. október nk. Samkoman er í matsal Þelamerkurskóla og hefst kl. 11:00. Foreldrar þurfa að aka börnum sínum í skólann og hinkra eftir þeim en kórinn er fyrsta atriðið á dagskránni.
Skólakórinn syngur líka á litlu jólunum og í febrúar tekur hann þátt í kóramóti í Akureyrarkirkju. Hann mun líka koma fram á árshátíð skólans í febrúar. Eldri kórinn (6. bekkur og eldri) mun síðan taka þátt í landsmóti barnakóra sem haldið verður í Kópavogi 19.-21. apríl á næsta ári.
Áformað er að starfsári kórsins ljúki svo með vortónleikum sem haldnir verða í samstarfi við Barnakór Sauðárkróks. En nú er komið að því að Skólakór Þelamerkurskóla taki á móti þeim.