- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Það hljóp aldeilis á snærið hjá Hörgdælskum fuglum í dag þegar yngsta stig skólans sameinaði krafta sína í útiskólanum. Við byrjuðum inni í bekk og fórum aðeins yfir það að það eru ekki allir fuglar sem fljúga til heitari landa eins og heldri borgarar í janúar. Eftir eru litlu greyin eins og blessaður snjótittlingurinn sem reynir að ná sér í eitthvað hér úti í frosthörkunni og hvað þá mýsnar út í Mörk. En við erum miklir dýravinir og erum nú ekki að gera upp á milli þessara krúttlegu dýra og viljum hjálpa þeim öllum. Við áttum feiti frá því í laufabrauðsgerðinni, við þurrkuðum reyniber í haust til að eiga fyrir veturinn og svo fuglafóður. Þessu blönduðum við öllu saman og dreifðum um allan skóg, inn í Kotru og í öll litlu fallegu fuglahúsin sem leynast um skóginn. Við stoppuðum stutt í Mörkinni þar sem það var ansi kalt. Þegar við fórum af stað heim að skóla sáum við hvar litlu fuglarnir biðu átekta eftir því að gæða sér á þessum lystisemdum. Hér eru myndir frá deginum.
Frost er úti fuglinn minn
ég finn hvað þér er kalt.
Nærðu engu í nefið þitt
því nú er frosið allt.
En ef þú bíður augnablik
ég ætla að flýta mér
og biðja hana mömmu mína
um mylsnu handa þér