Myglusveppur ræktaður

Krakkarnir í 8. bekk gerðu samanburðartilraun á ræktun myglusvepps. Fyrir viku settu þeir brauð í krukkur og vættu það með 5 dropum af vatni. Annarri krukkunni var komið fyrir í lokuðum kassa en hin var sett út í glugga. Í dag skoðuðu þeir niðurstöður og unnu skýrslu um verkefnið. Í fáum orðum þá tókst ræktunin mjög vel, myglusveppur hafði myndast í alls konar litbrigðum en notast var við nýlegt matarbrauð brauð og var það einungis viku í krukkunum. Á meðfylgjandi myndum má sjá hressa krakka skoða myglusvepp!