Nemendaþing

Í dag, þriðjudaginn 11. desember er nemendaþingsdagur skólans. Þann dag ræða allir nemendur skólastarfið. Í dag eru tvær spurningar til umræðu: Hvað er best við Þelamerkurskóla? Hvernig getur Þelamerkurskóli orðið betri skóli?

1. og 2. bekkur reið á vaðið strax í fyrsta tíma. Fyrstu svöruðu nemendur spurningunum á bekkjarfundi og síðan fengu nemendur Ipada og gengu um skólann og tóku myndir af því sem hafði komið fram á bekkjarfundinum og bættu við því sem þeim fannst skipta máli. Þegar þetta er skrifað eru nemendur í myndatökunum. 

Seinna í dag hittast námshóparnir svo hver af öðrum og ræða spurningarnar tvær. 9.-10. bekkur hittast í 3. tíma og ræða spurningarnar í fimm manna hópum, 5.-8. bekkur sest einnig í fimm manna hópa kl. 11:30 og í síðasta tíma í dag hittast nemendur 3.-4. bekkjar. Sá námshópur nálgast spurningarnar eins og 1. og 2. bekkur gerðu í morgun. 

Það verður spennandi að sjá afrakstur dagsins og samantekt úr umræðunum verður birt hér á heimasíðunni strax eftir áramót. Einnig verður gaman að vinna úr umræðunum á næstu misserum.