Nemendur skrifa fréttir

Síðan í janúar hafa nemendur 9. og 10. bekkjar unnið að ritunarverkefnum í samfélagsfræði. Verkefnin eru hugsuð sem fréttir sem hægt er að birta á heimasíðu skólans. 

Áformað er að vikulega fram á vorið birtist fréttir á heimasíðunni sem nemendur hafa skrifað. Fyrsta fréttin birtist í dag, þriðjudaginn 26. febrúar en hana skrifa Eva Margrét Árnadóttir og Sindri Snær Jóhannesson. Greinin þeirra fjallar um sýningu Leikfélags Hörgdæla, Djáknann á Myrká.