Norðurorka styrkir Kelikompuna

Sigga tekur við styrknum
Sigga tekur við styrknum

Í Kelikompunni er ætlunin að íbúar sveitarfélagsins, jafnt búsettir sem brottfluttir, geti hist og átt góða stund við lestur, handverk hvers konar, spil og spjall.

Skömmu fyrir jól sótti hópurinn sem stendur að verkefninu um styrk í samfélagssjóð Norðurorku. Á s.l. föstudag voru styrkirnir afhentir við hátíðlega athöfn í matsal Norðurorku. Tómstundaaðstaðan í Kelikompunni fékk 150 000 kr. í styrk. 

Að sögn forsvarsmanna tómstundaaðstöðunnar í Kelikompunnar, Siggu í Þríhyrningi og Unnars kemur styrkurinn sér vel nú á fyrstu skrefum verkefnisins. Hann verður m.a. notaður til að bæta aðstöðuna, t.d. að koma fyrir vaski. 

Næsta opnun á fimmtudaginn 23. janúar. Þá verður svokallað samhekl og gestir geta fengið aðstoð og leiðbeiningar við að hekla snjókorn og utan um krukkur. Nánar um það á Facebook síðu verkefnisins.