Nýársbrenna, kaffisala og bingó

Ungmennafélagið Smárinn heldur nýársbrennu í malarkrúsunum norðan við Laugaland laugardaginn 3. janúar. Kveikt verður í bálkestinum kl. 20 og þá fara púkarnir á stjá. 

Eftir brennuna verður hægt að kaupa kaffi og kökur og taka þátt í bingó í mötuneyti Þelamerkurskóla. Kaffisalan er fjáröflun 5. og 6. bekkjar fyrir væntalega ferð þeirra í skólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði á næsta skólaári. 

Kaffið kostar 1000 kr. fyrir grunnskólabörn og eldri. Frítt fyrir leikskólabörn.