Oddrún í Skólahreysti

Oddrún Inga Marteinsdóttir, nemandi okkar í 9. bekk tók þátt í Skólahreysti í gær. Níundi riðill fór fram í Íþróttahöllinni á Akureyri í gær og í honum voru 11 lið úr skólum utan Akureyrar. 

Það var íþróttakennari Grenivíkurskóla sem hafði samband við okkur fyrir skömmu til að kanna hvort við gætum lagt til liðsmann. Oddrún Inga féllst á að taka þátt og sá hún um armbeygjurnar og hreystigreipina. Hún stóð sig vel miðað við skamman fyrirvara og að taka þátt með liði sem hún hafði ekki æft með áður. Flestir nemendur 7.-10. bekkjar fylgdu henni inneftir og hvöttu af öllu afli. Úrslitin í heild sinni má lesa á heimasíðu Skólahreystis. 

Það er svo aldrei að vita nema þessi óvænta þátttaka blandaðs liðs úr Samskólunum geti orðið til þess að Samskólarnir stilli sig tímanlega saman um að setja saman lið sem tekur þátt í Skólahreysti á næsta ári.