Opið hús í Þelamerkurskóla-Fjölmenning

Föstudaginn 22. nóvember verður opið hús í Þelamerkurskóla milli 10 og 12.

Í vikunni hafa nemendur unnið að ýmsum verkefnum sem tengjast fjölmenningu. Nemendum var skipt í þrjá hópa og skreyttu skólann með alls kyns verkum sem tengjast ýmist Evrópu, Asíu eða Ameríku. Föstudaginn 22. nóvember verður opið hús í skólanum og geta gestir skoðað afrakstur þemavikunnar. Nemendur verða til taks og geta sagt frá vinnu sinnu. Þar að auki verður hægt að kaupa kjötsúpu og brauð á 1000 krónur. Við vonumst til að sjá sem flest og hlökkum til dagsins! Hérna eru myndir frá þemavikunni.

Hlökkum til að sjá ykkur!