Öskudagsgleði í skólanum

Öskudagsgleði
Öskudagsgleði

Eins og hefð er fyrir verður öskudagsgleði Þelamerkurskóla á sprengidaginn sem er þriðjudaginn 4. mars  nk. Nemendur geta komið strax um morguninn í búningum sínum og máluð, en fram að hádegi er kennt samkvæmt stundaskrá. Það verður ekki sund þennan dag.

Elstu nemendur skólans fara í hádegismat kl. 12.00 – 12.30. Nemendur 1.-6. bekkjar klára smiðjurnar sínar og koma svo í hádegismat.  Frá 12.30 – 13.00 undirbúa nemendur sig fyrir öskudagsballið. Þeir sem þurfa aðstoð við málun fá hana í stofu 3.

Öskudagsskemmtunin hefst á sal kl. 13.00. Dagskrá hennar er:

Kötturinn sleginn úr tunnunni. Tunnukóngur/drottning krýnd/ur með viðhöfn.

Söngvakeppni öskudagsliða              

Marsering undir stjórn elsta námshópsins – skólavinir marsera saman.                                                          

Öskudagsball þar sem allir taka þátt

Á öskudagsskemmtuninni þurfa allir að vera í búningum og það telst ekki búningur að setja á sig derhúfu eða svitaband. Foreldrar í búningum eru velkomnir á skemmtunina.  Allir sem mæta í búningum fá nefnilega verðlaun. Einnig verða veitt verðlaun í söngvakeppninni.  Rútur fara heim á venjulegum tíma eða kl. 14.20.

Tíminn fyrir öskudag er oftast hlaðinn tilhlökkun hjá börnunum. En hann er líka hlaðinn ákveðinni spennu sem myndast við skipan í öskudagslið. Við viljum biðja foreldra um að aðstoða börn sín við að setja saman liðin með því að ráðfæra sig hver við annan svo að allir sem þess óska komist glaðir í öskudagslið.

Hér má sjá myndir sem teknar voru á öskudagsballinu í skólanum.