- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Eins og hefð er fyrir verður öskudagsgleði Þelamerkurskóla á sprengidaginn sem er þriðjudaginn 16. febrúar. Nemendur geta komið strax um morguninn í búningum sínum og máluð, en fram að hádegi er kennt samkvæmt stundaskrá. Hádegismatur verður frá kl. 12.00 – 12.30 og frá 12.30 – 13.00 undirbúa nemendur sig fyrir öskudagsballið. Þeir sem þurfa aðstoð við málun fá hana í stofu 3.
Öskudagsskemmtunin hefst á sal kl. 13.00.
Dagskrá hennar er:
Kötturinn sleginn úr tunnunni.
Tunnukóngur/drottning krýnd/ur.
Söngvakeppni öskudagsliða.
Öskudagsball.
Úrslit úr söngvakeppninni.
Marsering undir stjórn elsta námshópsins. Skólavinir marsera saman.
Skólarútur fara heim á venjulegum tíma eða kl. 14.25.
ATH: Það verður vetrarleyfi í skólanum 17. - 19. febrúar.