Öskudagsgleðin á morgun

Nemendur geta komið í búningum í skólann og máluð því ekki er sund á morgun. Þeir sem þurfa aðstoð við málun geta fengið hana í skólanum fyrir hádegismat. Hádegismatur er kl. 12:00 og kl. 12:30 hefst öskudagsgleðin. Dagskrá hennar er:

  • Kötturinn sleginn úr tunnunni
  • Tunnukóngur eða tunnudrottning krýnd með viðhöfn
  • Söngvakeppni öskudagsliða
  • Marsering undir stjórn elsta námshópsins - skólavinir marsera saman
  • Öskudagsball þar sem allir taka þátt
Á öskudagsskemmtuninni þurfa allir að vera í búingum og foreldrar í búningum eru velkomnir á skemmtunina því allir sem mæta í búningum fá nefnilega verðlaun. Einnig verða veitt verðlaun í söngvakepninni. 
 
Rútur fara heim á venjulegum tíma eða kl. 14:20. 
 
Hérna er upplýsingablað fyrir foreldra vegna öskudagsgleðinnar.