Óveðursspá

Þegar fella þarf niður skólahald í Þelamerkurskóla vegna óveðurs eða ófærðar er miðað við að vinna samkvæmt viðbragðsáætlun skólans í þeim efnum. Í áætluninni er reiknað með því að frétt af færð og skólahaldi sé komið á heimasíðu skólans, á Facebook síðu hans og Twitter svæði kl. 7:00 á morgnana. Einnig er tilkynningu komið til Ríkisútvarpsins svo hægt sé að lesa hana upp í morgunfréttum kl. 7:00.

Viðbragðsáætlunina í heild sinni er hægt að lesa með því að smella hérna. Þar eru einnig upplýsingar um það hvernig brugðist er við þegar senda þarf nemendur heim vegna veðurs eða ófærðar áður en skóladegi lýkur. 

Þegar spáin er eins og hún er um þessar mundir hvetjum við foreldra til fylgjast með heimasíðu skólans.