PALS læsisaðferðin

Nemendur 5. og 6. bekkjar unnu í PALS í morgun
Nemendur 5. og 6. bekkjar unnu í PALS í morgun

PALS stendur fyrir Peer assistand learning strategies og hefur hlotið nafnið Pör læra saman á íslensku. Pals er gagnreynd kennsluaðferð sem notðu er til að þjálfa lesfimi og lesskilningaðferðir í blönduðum bekkjardeildum.

Um þessar mundir er aðferðin innleidd hjá nemendum 2.-6. bekkjar og tekur sá hluti um það bil fjórar vikur. Eftir það á aðferðin að nýtast með því lestrarefni sem nemendur vinna með hverju sinni, hvort sem er í bókmennta- eða fræðitexta.