- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Í dag fengum við góða heimsókn í skólann þegar þau Arndís Þórarinsdóttir og Ævar Þór Benediktsson rithöfundar komu á vegum Skáld í skólum með stórskemmtilega bókmenntaumræðu fyrir nemendur í 3. - 10. bekk. Nemendur hlustuðu af athygli á fróðleik og vangaveltur um alls konar bækur, lestur og hvernig hugmyndir safnast saman og verða að bók. Rithöfundarnir söfnuðu auk þess upplýsingum frá nemendum um hvernig bækur eiga að vera til að krakkar vilji lesa þær. Krakkarnir voru að venju ötul við að tjá sig, spyrja spurninga og hafa skoðanir á gæðum barnabókmennta, enda flottur hópur lestrarhesta. Í lok viðburðarins var svo tilkynnt að nemendur í 5.-6. bekk skólans unnu sér inn viðurkenningu fyrir góðar tillögur í gjafaleik Skólaslita, en þau tóku þátt í skemmtilegum leik í kjölfar þess að hafa hlustað á daglegan upplestur Ævars Þórs úr bókinni Skólaslit 2 nú í október. Nánari frétt af því síðar.