- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Í gær komu nemendur og fylgdarmenn heim frá skólabúðunum á Reykjum í Hrútafirði. Að sögn nemenda var dvölin fróðleg og skemmtileg og eflaust urðu til margar góðar minningar um samveruna bæði í leik og starfi í skólabúðunum.
Á meðan á dvölinni stóð sendu fylgdarmenn stuttar fréttir og myndir til þeirra sem vildu fylgjast með m.a. á Twitter og Facebook. Bæði vegna þess að netsamband er af skornum skammti í Hrútafirðinum og vegna þess að Twitter er fljótlegri og einfaldari í notkun en Facebook eru fleiri fréttir af ferðinni á Twitter svæði skólans.
Nú hefur öllum fréttunum af Twitter verið safnað í eina heillega sögu og hana er hægt að nálgast með því að smella hérna. Hún ætti að hjálpa til við að rifja upp og ræða starfið í síðustu viku.