- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Samskóladagur 9. og 10. bekkjar var frábær. 10. bekkur fagnaði lokum samræmdra prófa og tók 9. bekk með í för. Lagt var af stað með 10 krakka, um kl 9:00 frá Þelamerkurskóla. Ferðinni var heitið í Bárðardalinn þar sem átti að kynnast útivist, rötun og umgengni við náttúruna. Fyrsta stopp var í Stórutjarnarskóla, en þar hittust Samskólarnir og farið var saman inn í Bárðardal. Ætlunin var að gista í gangnamannakofa, en sökum ófærðar var því breytt í Stórutungu. Stóratunga er eyðibýli en er haldið við sem ferðamannastað og er vinsæll gististaður göngufólks. Við komum að Stórutungu í ágætisveðri og var byrjað á því að skipta öllum í hópa, hver hópur bar svo ábyrgð á ákveðnum húsverkum.
Það voru þrír skipuleggjendur að ferðinni Sigurlína, Guðrún og Maggi, en þau sjá um Stórutungu. Þar sem byrja átti á að fara í ratleik um náttúruna, þurfti að kenna öllum á áttavita og kortalestur. Þegar tökum hafði verið náð á því, var haldið út í náttúruna í ratleik. Þar reyndi á hæfi krakka í að lesa kort og nota áttavita. Rigning og bleyta einkenndi þó ratleikinn og margur blotnaði vel. Á endastöð var fjársjóður og naut hver hópur þess að snæða á Prins póló og safa. Í kjölfar ratleiksins var haldið í gönguferð. Fórum við að Aldeyjarfossi, sem er einstakt náttúrubirgði og fengum við fræðslu um myndun hans og þróun. Gengið var lengra upp með fljótinu og svo farið niður gamlan árfarveg, sem einkennist af risabjörgum, hellum og gjótum. Þar var farið í feluleik, þar sem kennarar leituðu og stóðu sig vægast sagt frekar illa. Í lokin var svo drukkið heitt kakó og borðaðir snúðar, brauð og skúffukaka.
Hvert herbergi fór svo í að útbúa kvöldvökuatriði og haldin var kvöldvaka. Hápunktur ferðarnir var þó eftir að margra mati eftir en í myrkrinu og bleytunni var ákveðið að skella sér í Útilegamannaleik. Það var alveg einstakt að leita að útilegumönnum í myrkrinu á Íslandi.
Daginn eftir var svo haldið heim og fæstir úthvíldir. Hér má sjá myndir sem teknar voru í ferðinni.