- Fréttir
- Skólinn
- Nemendur
- Sérstaða
- Þróunarverkefni
- Samstarf
- - Fótur: Tilkynningar
Þann 8. nóvember er í annað sinn, að frumkvæði verkefnastjórnar um aðgerðir gegn einelti, haldinn sérstakur baráttudagur gegn einelti hér á landi. Þá er þjóðin hvött til að standa saman gegn einelti í samfélaginu, ekki síst í skólum og á vinnustöðum. Allir eru hvattir til að leggja sitt af mörkum til að einelti fái ekki þrifist í samfélaginu og skólar, samtök og vinnustaðir eru hvattir til að beina sjónum að jákvæðum samskiptum, jákvæðum skólabrag og starfsanda. Í tengslum við daginn eru allir hvattir til að skrifa undir þjóðarsáttmála gegn einelti, sem er aðgengilegur hér.
Með undirritun sinni skuldbindur fólk sig til að vinna gegn einelti og markmiðið er að fá sem allra flesta til að skrifa undir sáttmálann. Þá er einnig hvatt til þess að unnin verði ýmis verkefni sem kveikja umræður og auka vitund um að enginn skuli sitja hjá í góðum hópi.
Í Þelamerkurskóla bjuggu nemendur til hjörtu í mismunandi litum og settu á þau gullkorn um vináttu. Hjörtun verða svo hengd upp í glugga í skólanum og mynda regnboga.