Sáttmálar námshópanna

Nemendur vanda valið
Nemendur vanda valið

Nemendur í 7. og 8. bekk vinna samkvæmt uppeldisstefnunni Jákvæður agi, líkt og aðrir nemendur í skólans. Nú í upphafi skólaárs gerðu krakkarnir bekkjarsáttmála sem á að leggja línurnar fyrir komandi vetur.

Í stuttu máli er ferlið þannig að nemendur fengu þá spurningu hvernig þeir haldi að hægt sé að gera veturinn frábæran. Hver og einn fékk svo miða þar sem þeir skrifa sínar hugmyndir og líma þá svo á töfluna. Miðarnir voru svo flokkaðir og jafnóðum voru búnir til flokkar. Hjá 7. og 8. bekk urðu til flokkarnir KENNSLUSTOFAN – FRAMKOMA – SKEMMTUN. Unnið var með hvern flokk fyrir sig og að lokum varð til svokölluð regla sem nemendur bjuggu til og urðu sammála um að fylgja.

Það er mat kennara að krkakkarnir stóðu sig frábærlega í þessari vinnu, þeir voru raunsæir og jákvæðir og komu með fullt af skemmtilegum hugmyndum.

Hérna eru fleiri myndir sem teknar voru á meðan á vinnu nemenda stóð.