Fyrir nokkru settu skólatjórnendur fram tillögu að sáttmála um farsíma og snjalltækjanotkun í skólanum. Nemendur og foreldrar fengu
þá tillögu til umsagnar og gátu komið gert á honum breytingar. Margar tillögur bárust og voru þær nokkuð
samhljóða.
Í síðustu viku var svo kynnt ný tillaga að sáttmála og í henni var reynt að koma til móts við flest þau sjónarmið
sem höfðu komið fram í breytingatillögunum. Það er von okkar að okkur takist að fara eftir þessum reglum svo farsímar og snjalltæki
trufli einbeitingu nemenda og starfsmanna sem minnst. Sáttmálinn er á þessa leið:
- Við erum sammála um að það megi koma með farsíma og snjalltæki í skólann en í
kennslustundum eiga þau að vera ofan í tösku og slökkt (öll hljóð og titringur) á þeim nema kennari leyfi annað.
- Nemendur bera sjálfir ábyrgð á tækum í persónulegri eigu sem þeir koma með í
skólann.
- Við erum sammála um að síma og snjalltæki er hægt að nota til afþreyingar í
hádegishléi, morgunverðarhléi, þegar kennslustundir falla niður og þegar nemendur 7.-10. bekkjar eru inni í frímínútum á
þriðjudögum og fimmtudögum.
- Það er með öllu óheimilt að taka upp hljóð, myndir eða myndbönd á hvers konar
rafeindatæki án leyfis.
- Við erum sammála um að þegar ekki er farið eftir þessum reglum þá afhendi nemandi starfsmanni
skólans símann/snjalltækið. Nemandinn getur sótt símann/snjalltækið til skólastjórnenda að loknum skóladegi. Atvikið skal
skrá í Mentor og tilkynna foreldrum. Við ítrekuð brot á reglunum þurfa foreldrar að sækja símann/snjalltækið í
skólann að loknum skóladegi.